Nýjast á Local Suðurnes

Notuðu spiladrátt og jafnræðisreglu við úthlutun lóða

Eignarhaldsfélagið Normi ehf. og verktakafyrirtækið Grindin voru einu umsækjendur um ellefu raðhúsalóðir í Grindavík, en fyrirtækin sóttu bæði um allar lóðirnar.

Við úthlutun lóðanna var því gripið til tveggja úrræða sem sveitarfélagið getur nýtt við slíkar aðstæður, jafnræðisreglu og spiladrátt.

Úthlutun lóðanna fór að lokum þannig að Grindin fékk sjö lóðum úthlutað og Normi nældi í fjórar eftir að báðum reglum hafði verið beitt. Í spiladrættinum drógu þeir Normamenn þrist og forráðamenn Grindarinnar nældu í tíu.