Nýjast á Local Suðurnes

Hópferðir Sævars taka við almenningssamgöngum í Reykjanesbæ

Í dag hóf nýr aðili að þjónusta íbúa Reykjanesbæjar með almenningssamgöngur, en Hópferðir Sævars Baldurssonar hlutu verkið á eftir útboð á þjónustunni. Áætlunin helst óbreytt í sumar, auk þess sem þjónustan verður gjaldfrjáls fyrst um sinn.

Hópferðir Sævars biðja íbúa Reykjanesbæjar að sýna þolinmæði í upphafi á meðan verkferlar eru slípaðir til og biðja íbúa einnig að senda inn ábendingar, sé eitthvað athugavert við þjónustuna.

Þar sem verkið er algjörlega nýtt fyrir okkur viljum við biðja ykkur um að sýna okkur þolinmæði meðan við komum okkur inn í verkferla og slípum okkur til á sem faglegastan hátt íbúum og notendum kerfisins til heilla. Ábendingar eru vel þegnar á netfangið info@bus4u.is