Nýjast á Local Suðurnes

Samverustund björgunarsveita – “Sum útköll tekið alveg gríðarlega á andlega”

Í kvöld hittust meðlimir bjögunarsveita og slysavarnadeilda á Suðurnesjum, þar sem farið var yfir leitina af Birnu Brjánsdóttur. Kvöldið endaði með samverustund sem gaf meðlimum styrk til að vinna úr erfiðum tilfinningum sem fylgdu leitinni um helgina.

“Einstaklingar sem leitað er að eru oft lengi í hugum björgunarsveitarfólksins enda geta sum útköll tekið alveg gríðarlega á andlega. Sigurvon leitaði eftir aðstoð í sálrænum stuðning frá fagaðila og hefur öllum meðlimum verið boðið að hitta fagaðila eftir þetta erfiða útkall. Við eru þakklát fyrir allan þann stuðning sem við höfum fundið fyrir frá almenningi og fyrirtækjum,” segir á Facebook-síðu Björgunarsveitarinnar Sigurvonar í Sandgerði.