Nýjast á Local Suðurnes

Guðbrandur segir af sér sem formaður

Formenn VR og VS

Guðbrand­ur Ein­ars­son, formaður Lands­sam­bands ís­lenskra verzl­un­ar­manna (LÍV), hef­ur sagt af sér sem formaður. Þetta kem­ur fram í yf­ir­lýs­ingu sem hann hef­ur sent frá sér.

„Þessi staða hef­ur gefið mér margt og veitt mér tæki­færi til að tak­ast á við ný verk­efni s.s. að eiga mik­il og náin sam­skipti við syst­ur­sam­tök á Norður­lönd­um og kynn­ast fólki sem þar er í for­svari. Sú reynsla hef­ur kennt mér margt sem ég mun búa að.

Þær breyt­ing­ar hafa hins veg­ar orðið að það stétt­ar­fé­lag sem ég hef verið í for­svari fyr­ir und­an­far­in 21 ár, sam­ein­ast VR þann 1. apríl og við það fær­ist samn­ings­um­boð þess fé­lags yfir til VR í kjöl­farið. Þá er sú staða uppi að LÍV og VR hafa ekki átt sam­leið við gerð kjara­samn­ings, þrátt fyr­ir að hafa lagt fram sam­eig­in­lega kröfu­gerð.

Veru­leg­ur mein­ing­armun­ur er á milli mín og for­svars­manna VR með hvaða hætti skuli nálg­ast kjara­samn­ings­gerð og þar sem ég hef ákveðið að þiggja ekki starf hjá VR, þrátt fyr­ir boð þar um, tel ég eðli­legt að ég stígi úr stóli for­manns Lands­sam­bands ís­lenskra versl­un­ar­manna á þess­um tíma­punkti.

Ég er full­ur þakk­læt­is fyr­ir þann tíma sem ég hef setið í stjórn LÍV sem nú tel­ur tvo ára­tugi og kveð þenn­an vett­vang full­ur auðmýkt­ar. Ég vil óska stjórn LÍV velfarnaðar í störf­um sín­um fyr­ir ís­lenskt launa­fólk og þakka þeim ein­stak­ling­um sem ég hef fengið að vinna með á þess­um vett­vangi fyr­ir ein­stök og góð kynni,“ seg­ir í yf­ir­lýs­ing­unni.