Nýjast á Local Suðurnes

Suðurnesjafyrirtæki á meðal lægstbjóðenda í þriggja kílómetra tvöföldun Reykjanesbrautar

Myndin tengist fréttinni ekki beint Mynd: Facebook/Ellert Skúlason

Vegagerðin hefur gengið til samninga við verktakafyrirtækin Ellert Skúlason hf., Borgarvirki og GT-verktaka um tvöföldun Reykjanesbrautar í Hafnarfirði, milli Kaldárselsvegar og Krýsuvíkurvegar. Tilboð fyrirtækjanna hljóðaði upp á 1.864 milljónir króna.

Tilboðið er 91 prósent af 2.050 milljóna króna kostnaðaráætlun. Hin tilboðin, frá Ístaki, Íslenskum aðalverktökum og Suðurverki og Loftorku reyndust yfir kostnaðaráætlun.

Reiknað er meða að framkvæmdir hefjist innan tveggja mánaða og verði lokið fyrir árslok 2020.