Nýjast á Local Suðurnes

Lögreglusamþykkt tekin til endurskoðunar – Taka á gistingum utan tjaldsvæða

Umhverfis- og ferðamálanefnd Grindavíkur tekur undir áskorun Reykjanes Geopark og leggur til við bæjarstjórn að unnin verði lögreglusamþykkt fyrir Grindavíkurbæ þar sem tekið verði sérstaklega á gistingum utan tjaldsvæða í landi bæjarins.

Bæjarráð samþykkti á síðasta fundi sínum að taka lögreglusamþykkt Grindavíkurbæjar til endurskoðunar og fól bæjarstjóra að vinna málið áfram.