Nýjast á Local Suðurnes

Mest lesið á árinu: Dansatriði framlínunnar

Covid-fréttir voru nokkuð áberandi á árinu sem er að líða, en þrjár mest lesnu fréttirnar á Sudurnes.net tengjast faraldrinm þó á góðan hátt þar sem um er að ræða atriði sem fólk í framlínunni birti á samfélagsmiðlunum.

Lögreglan á Norðurlandi eystra tók starfsfólk Lögreglustjórans á Suðurnesjum í kennslustund í dansi og lagði fram sönnunargögn þess efnis á Fésbókarsíðu sína.

Lögreglan á Suðurnesjum tók þátt í að dansa gegn Kórónaveirunni, líkt og flestir í framlínunni hafa gert undanfarna daga og það er óhætt að segja að menn hafi lagt mikið í atriðið eins og sjá má hér.

Það leynast nokkuð góðir dansarar á meðal starfsfólks Brunavarna Suðurnesja og Heilbrigðisstofnunnar Suðurnesja, en þar tóku menn sig til og deildu skemmtilegum myndböndum á Fésbókar-síðum stofnananna. Bæði myndböndin má sjá hér