Nýjast á Local Suðurnes

Tekin með kannabis í kílóavís

Kona var tek­in með mikið magn af kanna­bis­efni í Flug­stöð Leifs Ei­ríks­son­ar fyrr í mánuðinum. Hún var að koma frá Malaga á Spáni þegar toll­gæsl­an stöðvaði hana. Í ferðatösku sinni reynd­ist hún vera með tæp fimmtán kíló af efn­inu.

Lög­regl­an á Suður­nesj­um hand­tók kon­una og var hún í fram­hald­inu úr­sk­urðuð í gæslu­v­arðhald. Hún sæt­ir nú til­kynn­inga­skyldu.