Tekin með kannabis í kílóavís

Kona var tekin með mikið magn af kannabisefni í Flugstöð Leifs Eiríkssonar fyrr í mánuðinum. Hún var að koma frá Malaga á Spáni þegar tollgæslan stöðvaði hana. Í ferðatösku sinni reyndist hún vera með tæp fimmtán kíló af efninu.
Lögreglan á Suðurnesjum handtók konuna og var hún í framhaldinu úrskurðuð í gæsluvarðhald. Hún sætir nú tilkynningaskyldu.