Nýjast á Local Suðurnes

Tveir snarpir skjálftar á sömu mínútu

Jarðskjálfti af stærðinni 3,7 varð 3,4 kíló­metra suðvest­ur af Reykja­nestá klukk­an 16.23 í dag. Á sömu mín­útu varð skjálfti af stærðinni 3,4 vest­an við Kleif­ar­vatn.

Til­kynn­ing­ar hafa borist Veður­stof­unni um að skjálft­inn við Kleif­ar­vatn hafi fund­ist á höfuðborg­ar­svæðinu og á Akra­nesi.

Minni eft­ir­skjálft­ar hafa fylgt í kjöl­farið og má bú­ast við að þeir geti haldið eitt­hvað áfram.

Þessi virkni er lík­lega af völd­um spennu­breyt­inga vegna end­ur­tek­inna kvikuinn­skota á Reykja­nesskaga sem hóf­ust í lok janú­ar á þessu ári.