Nýjast á Local Suðurnes

Torfæruhjól fældi hest og knapi féll af baki

Kona féll af hestbaki við Mánagrundarsvæðið í gærdag þegar hestur hennar fældist. Óhappið bar að með þeim hætti að konan var á ferð á hrossi sínu eftir reiðstíg þegar torfæruhjóli var ekið á mikilli ferð fram hjá þeim.

Hesturinn fældist sem fyrr sagði með ofangreindum afleiðingum. Konan fann fyrir eymslum í baki og hálsi eftir byltuna og ætlaði að leita sér læknisaðstoðar ef þörf krefði.