Nýjast á Local Suðurnes

Nýr safnleikskóli opnar fyrir grindvísk börn

Stefnt að því að bjóða upp á allt að 6 klukkustunda vistun fyrir börn úr Grindavík í safnleikskóla í Grafarvogi. Starfið hefst á samverustund barna, foreldra og starfsfólks í dag.

Fyrstu tveir dagarnir verða nýttir til þess að kanna hversu mörg börn nýta sér leikskólann og kortleggja starfsaðstæður barna og starfsfólks, segir í tilkynningu á vef Grindavíkurbæjar. Markmið bæjaryfirvalda er að tryggja börnum leikskólavist með rútínu og farsæld barna í huga. Vænta má frekari upplýsinga á föstudag um starfsemi safnleikskólans og möguleika á leikskólavistun.
 
Nýr safnleikskóli opnar í leikskólanum Bakkakoti í Grafarvogi fimmtudaginn 30. nóvember. Fjöldi barna hefur þegar fengið vistun á leikskólum í bæjarfélögum þar sem þau eru búsett á meðan önnur bíða eftir plássi. Safnleikskólinn stendur grindvískum börnum sem voru á leikskólunum Laut og Króki til boða, segir í tilkynningunni.