Nýjast á Local Suðurnes

Gera úttekt á starfsemi og starfsumhverfi barnaverndar

Bæjarráð Reykjanesbæjar samþykkti á fundi sínum í morgun að gerð verði úttekt á starfsemi og starfsumhverfi Velferðarsviðs, sérstaklega með með tilliti til nýlegrar álagsmælingar hjá starfmönnum sviðsins.

Álagið mældist töluvert yfir viðmiðunarmörkum sem Barnaverndarstofa gefur út í könnuninni og er það áhyggjuefni. Auk þessa var árið þungt starfsmannalega séð hjá barnavernd Reykjanesbæjar vegna breytinga í starfsmannahópnum og starfsmannaveltu. Það hefur kallað á aukið álag hjá þeim starfsmönnum barnaverndar sem hafa reynslu af barnavernd.

Stefnt skuli að því að niðurstöður úttektar verði kynntar bæjarráði á vormánuðum. Bæjarstjóra er falið að vinna áfram að málinu.