sudurnes.net
Gera úttekt á starfsemi og starfsumhverfi barnaverndar - Local Sudurnes
Bæjarráð Reykjanesbæjar samþykkti á fundi sínum í morgun að gerð verði úttekt á starfsemi og starfsumhverfi Velferðarsviðs, sérstaklega með með tilliti til nýlegrar álagsmælingar hjá starfmönnum sviðsins. Álagið mældist töluvert yfir viðmiðunarmörkum sem Barnaverndarstofa gefur út í könnuninni og er það áhyggjuefni. Auk þessa var árið þungt starfsmannalega séð hjá barnavernd Reykjanesbæjar vegna breytinga í starfsmannahópnum og starfsmannaveltu. Það hefur kallað á aukið álag hjá þeim starfsmönnum barnaverndar sem hafa reynslu af barnavernd. Stefnt skuli að því að niðurstöður úttektar verði kynntar bæjarráði á vormánuðum. Bæjarstjóra er falið að vinna áfram að málinu. Meira frá SuðurnesjumVeita styrki vegna greiðslu fasteignaskatts til félaga sem ekki eru rekin í ágóðaskyniMikið álag á starfsfólki barnaverndarFjölga stöðugildum á velferðarsviði – Mikið álag á starfsfólkiTómur kofi hjá björgunarsveit – Skilum krossvið og böndumÍslensku flugfélögin bjóða upp á innritun alla nóttinaSegir samning við Útlendingastofnun skapa álag á innviði ReykjanesbæjarLengri bið eftir þjónustu á bráðamóttökuSamkeppni um skólasöng AkurskólaSvona mun flugstöðin líta út eftir breytingar – MyndbandBuðu björgunarsveitarfólki í mat