Nýjast á Local Suðurnes

Samkaup er Menntasproti atvinnulífsins

Verslun Nettó við Krossmóa

Sam­kaup er Mennta­sproti at­vinnu­lífs­ins árið 2020. Guðni Th. Jó­hann­es­son, for­seti Íslands og Lilja D. Al­freðsdótt­ir, mennta- og menn­ing­ar­málaráðherra, af­hentu verðlaun­in á Mennta­degi at­vinnu­lífs­ins sem fram fór í Hörpu, að því er seg­ir í tilkynningu.

Í umsögn segir að mik­il áskor­un sé fólg­in í rekstri 60 versl­ana með tæp­lega 1.300 starfs­mönn­um um land allt und­ir fjöl­mörg­um vörumerkj­um og þjón­ustu­leiðum. Yf­ir­stjórn Sam­kaupa tók ákvörðun um að sér­stök áhersla á fræðslu- og mennta­mál væri einn lyk­ilþátta góðs rekstr­ar. Sett eru fram skýr mark­mið þar sem áhersla er lögð á hæfni og færni starfs­fólks á öll­um sviðum rekstr­ar­ins. Leiðarljósið er starfs­ánægja, já­kvætt viðhorf og gott orðspor jafnt fyr­ir nýtt starfs­fólk og viðskipta­vini fé­lags­ins.

Mennta­dag­ur­inn er ár­leg­ur viðburður en að þessu sinni var fjallað um sköp­un í ýms­um mynd­um. Að deg­in­um standa Sam­tök at­vinnu­lífs­ins, Samorka, Sam­tök ferðaþjón­ust­unn­ar, Sam­tök fjár­mála­fyr­ir­tækja, Sam­tök fyr­ir­tækja í sjáv­ar­út­vegi, Sam­tök iðnaðar­ins og Sam­tök versl­un­ar og þjón­ustu.