Nýjast á Local Suðurnes

Hefja samstarf um fjölþætta heilsueflingu fyrir eldri borgara

Grindavíkurbær mun fljótlega hefja samtarf við Janus heilsueflingu um fjölþætta heilsueflingu fyrir 65 ára og eldri en skrifað var undir samning þess efnis við vígslu nýs íþróttahúss síðastliðinn sunnudag. Megin viðfangsefni verkefnisins er eflandi forvarnarstarf á sviði líkams- og heilsuræktar.

Grindavík er fjórða sveitarfélagið sem gengur til formlegs samstarfs við Janus heilsueflingu en Dr. Janus Guðlaugsson, íþrótta- og heilsufræðingur, hefur haft veg og vanda að starfseminni. Verkefnið, sem byggt er á doktorsverkefni Janusar, hefur skilað einstökum árangri í Reykjanesbæ og Hafnarfirði. Vestmannaeyjabær hefur auk þess tekið upp heilsueflinguna og er þátttakan þar mjög mikil.

Megin viðfangsefni verkefnisins er heilsueflandi forvarnarstarf á sviði líkams- og heilsuræktar eldri aldurshópa. Markmiðið er m.a. að gera fólk hæfara til að takast á við breytingar sem fylgja hækkandi aldri.