Nýjast á Local Suðurnes

Ráðið tímabundið í stöðu byggingarfulltrúa Reykjanesbæjar

Sveinn Björnsson byggingafræðingur og löggiltur aðalhönnuður hefur tekið tímabundið við stöðu byggingarfulltrúa Reykjanesbæjar. Þetta kemur fram í tilkynningu á vef sveitarfélagsins.

Sveinn hefur á undanförnum árum starfað við eignaumsýslu hjá Reykjanesbæ. Sveinn hefur margs háttar reynslu af byggingafræði og starfaði um skeið sem byggingarfulltrúi í Stykkishólmi. Sveinn hefur auk þess unnið hjá Tækniþjónustu SÁ ehf., OMR verkfræðistofu ehf., THG Arkitektum ehf., Almennu Verkfræðistofunni hf. og verið sjálfstætt starfandi.

Byggingafulltrúi Reykjanesbæjar sagði upp störfum á dögunum, eftir að í ljós kom að byggingar United Silicon í Helguvík væru of háar miðað við gildandi deiliskipulag.