Nýjast á Local Suðurnes

Fyrsta kísilmálmverksmiðjan í Helguvík gangsett

Kísilmálmverksmiðja United Silicon var gangsett í gær, en um er að ræða fyrstu verksmiðju sinnar tegundar á Íslandi.

Í þessum fyrsta áfanga, sem nú hefur verið tekinn í notkun, verða framleidd 22.900 tonn. United Silcion hefur fengið starfsleyfi fyrir alls fjórum ofnum og er verksmiðjan hönnuð með þessa stækkun í huga. Miðað við fjóra ofna verður framleiðslugetan um 90.000 tonn á ári og verður verksmiðjan þá stærsta kísilverksmiðja í heimi.

Um þrjú hundruð störf sköpuðust á meðan verksmiðjan var í byggingu, en starfsmannafjöldi þess hluta verksmiðjunnar sem nú hefur verið tekinn í notkun er rúmlega 60 manns.