Nýjast á Local Suðurnes

Njarðvíkursigur á Sauðárkróki

Það hefur verið töluvert ferðalag á Njarðvíkingum undanfarið, á dögunum lék liðið á Dalvík og í kvöld var leikið á Sauðárkróki gegn Tindastólsmönnum. Leikurinn var ekki síst mikilvægur fyrir þær sakir að liðin eru á svipuðu róli í deildinni og sigur því nauðsynlegur fyrir Njarðvíkinga.

Sú varð líka raunin, Njarðvíkingar sigruðu leikinn 1-2, eftir að hafa lent undir á 13. mínútu leiksins. Þeir Theodór Guðni Halldórsson og Ari Már Andrésson skoruðu mörk Njarðvíkinga í leiknum.

Þessi sigur lyftir Njarðvíkingum upp í 9. sæti deildarinnar.