Nýjast á Local Suðurnes

Framkvæmdir hafnar við nýja útivistarparadís í Njarðvík

Reykjanesbær hefur hafið framkvæmdir við gerð nýrrar útivistarparadísar fyrir ofan Móahverfi í Njarðvík, svæðið liggur frá knattspyrnusvæði Njarðvíkinga við Afreksbraut að Bolafæti. Unnið er að gerð göngustíga og uppsetningu á leiksvæðum fyrir börn á svæðinu, sem síðar verður tengt göngustígakerfinu.

Guðlaugur Helgi Sigurjónsson, framkvæmdastjóri Umhverfissviðs Reykjanesbæjar sagði í spjalli við Suðurnes.net að stefnan sé sett á að halda áfram vinnu á svæðinu, að því gefnu að vel verði tekið í málið við gerð næstu fjárhagsáætlunar Reykjanesbæjar.

Hin nýja útivistarparadís sem sjá má á myndinni hér fyrir neðan hefur fengið nafnið Njarðvíkurskógur.