Nýjast á Local Suðurnes

Vatnaveröld í 17. sæti á lista yfir uppáhalds sundlaugar landsmanna

Vatnaveröld í Reykjanesbæ er nokkuð langt frá því að vera uppáhalds sundlaug landsmanna, það er að segja ef eitthvað er að marka nýja könnun Maskínu, sem framkvæmd var á dögunum.

Sam­tals gáfu 1.590 manns upp af­stöðu um upp­á­halds sund­laug, en af þeim sögðu einungis 31, eða 1,9% að Vatnaveröld væri þeirra upp­á­halds­laug. Sundlaug Ak­ur­eyr­ar er sú sund­laug lands­ins sem flest­ir segja vera í mestu upp­á­haldi, með 9,7% atkvæða.