Nýjast á Local Suðurnes

Marcelina sigraði hæfileikakeppni Samsuð

Mikið fjör var á hæfileikakeppni félagsmiðstöðva á Suðurnesjum sem fór fram í Hljómahöllinni föstudaginn 27. janúar síðastliðinn.Það var Marcelina Owczarska sigraði keppnina að þessu sinni, en hún dansaði Contemporary dans sem var virkilega fallegur og áhrifaríkur að mati dómnefndar. Danshópurinn Lúxusdýfurnar sigraði í hópakeppninni.

Keppnin er haldin á vegum félagsmiðstöðva á Suðurnesjum og var þetta í fjórða skipti sem þessi viðburður fer fram. Um 250 áhorfendur mættu á keppnina og fylgdust af áhuga með þeim fimmtán atriðum sem sýnd voru og komu frá öllum félagsmiðstöðvunum á Suðurnesjum, hvert öðru glæsilegra.

Dómarar kvöldsins voru þau Íris Kristinsdóttir, Halla Karen Guðjónsdóttir, Melkorka Rós Hjartardóttir, Sigurður Smári Hansson og Halldór Lárusson.

Myndir frá keppninni má finna með því að smella hér.