Nýjast á Local Suðurnes

Löggan tekur Surströmming áskorun til styrktar góðu málefni

OfurSnappararnir og gæðablóðin Garðar Gæi Viðarsson, eða Iceredneck og Balli Halldórsson, Ballsinn hafa ákveðið að taka höndum saman með Lögreglunni á Suðurnesjum og setja af stað fjáröflun hvar safnað verður fyrir LETR eða Law enforcement torch run sem eru alþjóðleg góðgerðarsamtök lögreglumanna, en markmið samtakana er að vekja athygli á, og styrkja við Special Olympics.

Þeir félagar, Garðar og Balli munu næstu daga heimsækja fyrirtæki á suðvesturhorninu í von um styrk í þessa söfnun. Það geta þó allir lagt söfnuninni lið með því að fara inná tengilinn sem fylgir hér að neðan og látið af hendi rakna það sem þeir geta lagt til.

Lögreglumenn af Suðurnesjum munu þurfa að leggja sitt af mörkum til þess að fá fólk til að láta fé af hendi, en þeir munu taka sig til og gæða sér á Surströmming á komandi dögum, en Snappararnir landsfrægu munu að sjálfsögðu fylgjast með öllu saman og hvetja því fólk til að fylgjast með á SnapChat, en notendanöfn félaganna eru eins og áður segir Iceredneck og Ballsinn.

Svo er um að gera að smella hér og leggja málefninu, sem er ofurgott, lið.