Nýjast á Local Suðurnes

Fræsa og malbika tvær akreinar á Reykjanesbraut – Lokanir og lítilsháttar tafir

Mánudaginn 12.júní er stefnt að því að fræsa og malbika tvær akreinar á Reykjanesbraut austan megin gatnamót við Voga á Vatnsleysuströnd. Fyrst verður malbikað á hægri akrein til vesturs og svo strax í kjölfarið á vinstri akrein til austurs. Akreinunum verður lokað og umferðahraði lækkaður framhjá vinnusvæðinu og má búast við lítilsháttar umferðartöfum. Lokanir verða merktar meðan á framkvæmd stendur.

Áætlað er að framkvæmdirnar standi yfir milli kl. 7:00 til kl. 20:00.

Vegfarendur eru beðnir um að virða merkingar og hraðatakmarkanir og sýna aðgát við vinnusvæðin. Vinnusvæðin eru þröng og menn og tæki eru við vinnu mjög nálægt akstursbrautum.