Nýjast á Local Suðurnes

Knattspyrnudeild þarf meira fé – Umfang starfseminnar eykst með veru í deild þeirra bestu

Knattspyrnudeild Grindavíkur hefur óskað eftir hækkun á mánaðarlegum framlögum frá Grindavíkurbæ vegna árangurs knattspyrnuliða félagsins, en bæði kvenna- og karlalið félagsins munu leika í Pepsídeildinni í sumar og því viðbúið að umfang starfseminnar aukist töluvert.

Knattspyrnudeildin óskaði eftir því að mánaðarleg framlög verði hækkuð í 500.000 krónur. Frístunda- og menningarnefnd sveitarfélagsins tók vel í erindið og mælist til þess að þessi ósk sé samþykkt og að gerður sé samningur til eins árs. Bæjarráð tók málið fyrir á síðasta fundi sínum og frestaði erindinu.

Grindvíkingar misstu á dögunum einn stærsta styrktaraðila sinn, þegar Lýsi hf. hætti samtarfi við deildina, en fyrirtækið hefur verið einn helsti bakhjarl knattspyrnudeildarinnar í rúma þrjá áratugi.