Nýjast á Local Suðurnes

Bíræfnir dósaþjófar á ferð í Reykjanesbæ

Fjölmargir einstaklingar hafa undanfarna daga kvartað undan og varað við bíræfnum dósaþjófum sem freista þess að drýgja tekjurnar með því að stela dósum sem íbúar sveitarfélagsins geyma utandyra.

Dósaþjófarnir hafa samkvæmt því sem fram kemur á Facebook-síðum einstaklinga og hópa verið hvað duglegastir við iðju sína í Innri-Njarðvíkurhverfi.

Nokkrir hafa séð til umræddra manna og segja þá aka um á grænni Toyota-bifreið.