Nýjast á Local Suðurnes

Um 10% atvinnuleysi í Reykjanesbæ

Atvinnuleysi í Reykjanesbæ er stöðugt í kringum 10% af áætluðum atvinnumarkaði en 1.139 einstaklingar voru skráðir atvinnulausir um mánaðarmótin janúar/febrúar samkvæmt Vinnumálastofnun.

Málin voru rædd á fundi menningar- og atvinnuráðs Reykjanesbæjar og kom fram að vonir standi til um aukna atvinnu þegar líða tekur á árið og eru atvinnuauglýsingar vitni um aukin umsvif á svæðinu.

Verðbólgutölur í Evrópu og Bandaríkjunum auk hækkandi eldsneytisverðs og stríðsátaka í Úkraínu gefa tilefni til varúðar fremur en bjartsýni um skjótan bata á flugvellinum, sem ræður mestu um fjölda starfa á svæðinu, segir í fundargerð ráðsins.