Nýjast á Local Suðurnes

Nokkrir aðilar í sóttkví á Suðurnesjum

Nokkrir aðilar búsettir á Suðurnesjum eru í heimasóttkví vegna útbreiðslu Covid 19 veirunnar.

Um er að ræða nokkra aðila sem voru á skíðum á Ítalíu auk áhafnarmeðlima flugvélar á vegum Icelandair sem kom til landsins frá Verona á Ítalíu síðastliðinn laugardag.

Eftir því sem suðurnes.net kemst næst hefur verið haft samband við fólkið í gegnum tölvupóst auk þess sem einhverjir hafa fengið símtal frá heilbrigðisstarfsmanni með upplýsingum um hvernig eigi að standa að heimasóttkví.

Alls voru um 180 einstaklingar um borð í flugvélinni. Töluverður viðbúnaður var á Keflavíkurflugvelli þegar vélin lenti og var meðal annars notaður sér inngangur í flugstöðinni fyrir hópinn auk þess sem hjúkrunarfræðingar voru fengnir til liðsinnis við smitrannsóknarteymi almannavarna og sóttvarnalæknis til þess að ræða við farþega og dreifa upplýsingabæklingum um sjúkdóminn til þeirra.