sudurnes.net
Nokkrir aðilar í sóttkví á Suðurnesjum - Local Sudurnes
Nokkrir aðilar búsettir á Suðurnesjum eru í heimasóttkví vegna útbreiðslu Covid 19 veirunnar. Um er að ræða nokkra aðila sem voru á skíðum á Ítalíu auk áhafnarmeðlima flugvélar á vegum Icelandair sem kom til landsins frá Verona á Ítalíu síðastliðinn laugardag. Eftir því sem suðurnes.net kemst næst hefur verið haft samband við fólkið í gegnum tölvupóst auk þess sem einhverjir hafa fengið símtal frá heilbrigðisstarfsmanni með upplýsingum um hvernig eigi að standa að heimasóttkví. Alls voru um 180 einstaklingar um borð í flugvélinni. Töluverður viðbúnaður var á Keflavíkurflugvelli þegar vélin lenti og var meðal annars notaður sér inngangur í flugstöðinni fyrir hópinn auk þess sem hjúkrunarfræðingar voru fengnir til liðsinnis við smitrannsóknarteymi almannavarna og sóttvarnalæknis til þess að ræða við farþega og dreifa upplýsingabæklingum um sjúkdóminn til þeirra. Meira frá SuðurnesjumEkki viðbúnaður vegna vélar frá VeronaStal kortaupplýsingum og ferðaðist vítt og breitt um heiminnStálu tveggja milljóna króna dekkjalagerAbltak bauð lægst í niðurrif á gömlu flugstöðinniAukning í beiðnum um fjárhagsaðstoð ekki tengd Covid 19Gáfu 880 súkkulaðikökusneiðarRíkið eignast meirihluta í KeiliAldrei verið fleiri keppendur frá UMFG á Unglingalandsmóti UMFÍSveindís ofarlega á lista yfir bestu félagaskiptinFlugþjónustufyrirtæki lánar HSS hlífðarfatnað – Um 300 sýni tekin undanfarna daga