Nýjast á Local Suðurnes

Gáfu 880 súkkulaðikökusneiðar

Frestun Nettómótsins vegna Covid 19 veirunnar hefur töluverð áhrif á mótshaldara enda fyrirvarinn stuttur.

Einn angi málsins er sá að ekki gafst tækifæri til þess að afpanta allar þær vörur sem pantaðar höfðu verið. Þar á meðal voru 880 sneiðar af súkkulaðikökum sem skipuleggjendum fannst að óþarfi væri að nýta ekki.

Menn skelltu sér því á ferðina og gáfu kökusneiðar hingað og þangað um bæinn, meðal annars til viðbragðsaðila sem standa vaktina með myndarbrag.