Nýjast á Local Suðurnes

Reykjanesbær heimilar ekki byggingu þyrlupalls við Hótel Keflavík

Hótel Keflavík óskaði á dögunum eftir viðræðum við Reykjanesbæ um möguleika þess að setja niður þyrlupall á lóðinni við Byggðasafnið á Vatnsnesi, eða nágrenni þess, erindinu var hafnað á fundi Umhverfis- og skipulagsráðs sem fram fór í dag.

Athyglisvert: Besti staðurinn í bænum?

USK-ráð telur að ekki sé landrými fyrir þyrlupall á þessu svæði, auk þess eru þarna íbúðar- og atvinnuhúsnæði allt um kring. Íbúar og starfsfólk yrði fyrir miklu áreiti vegna hávaðamengunar og slysahættu. Erindi er hafnað. Segir í fundargerðum ráðsins.