Nýjast á Local Suðurnes

Keflavík í annað sæti Inkasso-deildarinnar eftir sigur á Gróttu

Keflvíkingar lögðu Gróttu að velli í Inkasso-deildinni í knattspyrnu í kvöld með einu marki gegn engu, en leikið var á Seltjarnarnesi.

Keflvíkingar skoruðu sigurmarkið, í frekar bragðdaufum leik, á 60. mínútu og var þar að verki Adam Árni Róbertsson. Keflvíkingar komust með sigrinum upp í annað sæti deildarinnar.