Nýjast á Local Suðurnes

126 milljónir frá Reykjanesbæ í Keili

Bæjarráð Reykjanesbæjar hefur samþykkt að taka þátt í hlutafjáraukningu í Keili þar sem hlutur Reykjanesbæjar verður 33,926% eða rétt tæplega 126 milljónir króna.

Á sama tíma samþykkti ráðið að tilnefna Guðbrand Einarsson forseta bæjarstjórnar sem fulltrúa Reykjanesbæjar á hluthafafundi Keilis sem verður haldinn þann 16. desember 2020.

Áður hafði íslenska ríkið samþykkt að taka þátt í hlutafjáraukningunni með tæplega 200 milljón króna framlagi. Ríkið mun eftir aukningu halda utan um meirihluta í Keili.