Nýjast á Local Suðurnes

Mesta umferð frá upphafi um Reykjanesbraut

Frá áramótum hefur umferð um vegi landsins aukist um 6,3 prósent. Umferðin um 16 lykilteljara Vegagerðarinnar á Hringveginum jókst um 7,4 prósent í nýliðnum aprílmánuði. Þótt þetta sé töluvert mikil aukning er hún minni en undanfarin ár.

Aldrei hafa jafn mörg ökutæki farið um Reykjanesbraut og árið 2017, eins og sjá má á meðfylgjandi línuriti. Mest var umferðin í ágúst þegar tæplega 20.000 ökutæki fóru um þennan mest ekna veg landsins á sólarhring.

Yfirvöld hafa undanfarin ár verið gagnrýnd fyrir lítið viðhald og nýframkvæmdir á Reykjanesbraut, meðal annarars af Stopp-hópnum svokallaða.