Nýjast á Local Suðurnes

Tinna enn týnd – 300.000 króna fundarlaun í boði

Tíkin Tinna er enn ekki fundin, en hún hefur nú verið týnd í tæpa viku. Umfangsmikil leit hefur staðið yfir að henni síðustu daga og hefur auglýsingu með mynd af henni dreift á samfélagsmiðlum á þremur tungumálum og til stendur að senda dreifimiða í hvert hús á Suðurnesjum og í Hafnarfirði.

Búið er að stofna skipulagssíðuna Leitin að Tinnu – Keflavík/Reykjanes þar sem meðal annars má lesa um vísbendingar sem hafa komið fram við leitina – Á síðunni kemur einnig fram að notaðir hafi verið drónar búnir hitamyndavélum við leitina og að til standi að efla hana á næstu dögum þar sem veðurútlit er ágætt.

Eigendurnir hafa boðið 300.000 króna fundarlaun til þess sem finnur Tinnu.