Nýjast á Local Suðurnes

550 milljóna fjárveiting vegna viðgerða á húsnæði Myllubakkaskóla

Bæjarráð Reykjanesbæjar hefur samþykkt 550 milljóna króna aukafjárveitingu vegna viðgerða á húsnæði Myllubakkaskóla. Í fundargerð kemur fram að allt kapp hafi verið lagt á að vinna við viðgerðir á húsnæði skólans til þess að kennsla gæti hafist á réttum tíma í haust.

Myglu varð fyrst vart í skólanum árið 2019 og hafa ráðstafanir sem voru gerðar í kjölfar þess lítinn árangur borið.