Nýjast á Local Suðurnes

Vinna áfram í að finna lóð undir öryggisvistun

Ljósmynd: Reykjanesbær.is / OZZO

Valkostagreining á lóð undir öryggisvistun var lögð fram á fundi bæjarráðs Reykjanesbæjar í gær og var Kjartani Má Kjartanssyni bæjarstjóra falið að vinna áfram í málinu og fá frekari upplýsingar frá félags- og vinnumarkaðsráðuneytinu.

Áður hafði Reykjanesbær samþykkt að úthluta lóð undir slíka starfsemi í Innri-Njarðvík við litla hrifningu íbúa.