Nýjast á Local Suðurnes

Flugherinn kannar möguleika á byggingu vöruhúsa

Bandaríski flugherinn, í samstarfi við Ríkiskaup, hefur óskað eftir upplýsingum frá byggingarfyrirtækjum sem hafa áhuga á byggingu vöruhúsa fyrir flugherinn hér á landi. Ekki er tekið fram hvar á landinu byggingarnar yrðu staðsettar, en gera má ráð fyrir að það yrði á Keflavíkurflugvelli.

Könnunin er auglýst á vef Ríkiskaupa og á vefsvæði flughersins og er skilafrestur til 14. júlí næstkomandi.

Gríðarlegar framkvæmdir hafa verð á Keflavíkurflugvelli undanfarin misseri á vegum bandaríska hersins og NATO, en auk þess sem þegar er I gangi hefur bandaríski herinn samþykkt milljarða fjárveitingu til viðbótar sem mögulegt er að nýta í framkvæmdir hér á landi.