Nýjast á Local Suðurnes

Rekstur loftvarnakerfisins og mannvirkja NATO í myndum

Landhelgisgæslan, sem annast meðal annars daglega framkvæmd öryggis- og varnartengdra verkefna sem og framkvæmd gistiríkjastuðnings fyrir liðsafla Atlantshafsbandalagsins hér á landi í umboði utanríkisráðuneytisins, gefur fylgjendum sínum á Facebook smá innsýn í hverju starfsemin felst.

Það er í verkahring starfsmanna Landhelgisgæslunnar að sjá um rekstur loftvarnakerfisins og mannvirkja Atlantshafsbandalagsins, þ.m.t. ratsjár- og fjarskiptastöðvar hérlendis. Sá rekstur er eitt veigamesta framlag Íslands til sameiginlegra varna ríkja NATO, segir í texta sem fylgir meðfylgjandi myndum sem Landhelgisgæslan skellti á Fésbókina.

Varnarmálasvið Landhelgisgæslunnar sinnir jafnframt fjölda annarra verkefna; s.s þátttöku í samræmdu loftrýmiseftirliti og loftrýmisgæslu NATO, undirbúningi og umsjón varnaræfinga sem haldnar eru hérlendis sem og úrvinnslu upplýsinga úr kerfum NATO og undirstofnanna þess, segir einnig.