Nýjast á Local Suðurnes

Ragnheiður Sara efst allra eftir undankeppnir fyrir Heimsleikana

Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir stóð sig best allra kvenna í undankeppnum fyrir Heimsleikana í crossfit sem fram fara í Bandaríkjunum í sumar, en öllum undankeppnum er nú lokið og hafa óstaðfestar tölur yfir þá sem stóðu sig best verið birtar.

Ragnheiður Sara sem þurfti að hætta keppni á Heimsleikunum á síðasta ári vegna meiðsla tryggði sér réttinn til keppni á leikunum í ár með sigri í undankeppni sem fram fór í London fyrir um mánuði síðan.