Nýjast á Local Suðurnes

Starf byggingafulltrúa Reykjanesbæjar auglýst laust til umsóknar

Bæjarráð Reykjanesbæjar hefur samþykkt að auglýsa starf byggingafulltrúa sveitarfélagsins laust til umsóknar. Í fundargerðum ráðsins kemur fram að byggingafulltrúinn hafi sagt starfi sínu lausu.

Byggingafulltrúinn var sendur í leyfi á dögunum eftir að í ljós kom að byggingar verksmiðju United Silicon í helguvík eru of háar miðað við gildandi deiliskipulag. Bæjarráð fól bæjarstjóra að ganga frá starfslokum við byggingafulltrúann fyrrverandi.