Nýjast á Local Suðurnes

Byggingafulltrúi Reykjanesbæjar hættur störfum

Byggingafulltrúi Reykjanesbæjar, sem sendur var í leyfi á meðan mál sem snúa að of háum byggingum kísilvers United Silicon í Helguvík eru í skoðun mun ekki mæta aftur til starfa hjá Reykjanesbæ. þetta herma öruggar heimildir Suðurnes.net.

Forsaga málsins er sú að á dögunum kom í ljós að tvær byggingar verksmiðjunnar eru hærri en deiliskipulag gerir ráð fyrir, loftsíunarhús er rúmir þrjátíu metrar og pökkunarstöð er rúmir þrjátíu og átta metrar, eða þrettán metrum hærri en hún má vera.

Ásdís Hlökk Theodórsdóttir, forstjóri Skipulagsstofnunar, sagði á dögunum að slíkar breytingar væru klárt lögbrot, á ábyrgð Reykjanesbæjar, en engin viðurlög eru þó við brotum sem þessum.