Nýjast á Local Suðurnes

Sigvaldi Arnar Suðurnesjamaður ársins – Fékk 95% atkvæða

Sigvaldi tekur við viðurkenningunni úr höndum Sverris Júlíussonar frá Hljóðbylgjunni

Göngugarpurinn, lögregluvarðstjórinn og manna- og dýravinurinn Sigvaldi Arnar Lárusson var valinn Suðurnesjamaður ársins 2015 af hlustendum Hljóðbylgjunnar fm 101,2 og lesendum Local Suðurnes og Grindavik.net. Sigvaldi fékk um 95% atkvæða í valinu sem kynnt var í áramótaþætti Hljóðbylgjunnar á gamlársdag.

Árið var viðburðarríkt hjá Sigvalda en hann gekk sem kunnugt er frá Reykjanesbæ á Hofsós eftir að hafa tapað veðmáli við son sinn um val á íþróttamanni ársins, með göngutúrnum safnaði Sigvaldi um tveimur milljónum króna til styrktar Umhyggju, sem er félag sem vinnur að bættum hag langveikra barna og fjölskyldna þeirra.

olavia gudrun sigvaldi umhyggjugangan

Ólavía Guðrún sem greindist með krabbamein í auga fékk styrk frá Sigvalda

 

Þá hélt Sigvaldi Arnar Skemmtikvöld Kótilettuklúbbs Suðurnesja, þar sem safnað var peningum fyrir brýn málefni barna á Suðurnesjum. Það voru Vinasetrið, Baklandið á Ásbrú, Öspin í Njarðvíkurskóla og skammtímavistunin Heiðarholt í Garði sem nutu góðs af ágóða kótilettukvöldsins en um tvær milljónir króna söfnuðust á skemmtikvöldinu.

sigvaldi logreglan

Sigvaldi skutlaði þessari uglu undir læknishendur

Sigvaldi komst einnig í fréttirnar fyrir ýmis mál tengd dýrum á árinu en hann tók þátt í að bjarga hundum og kettlingum auk þess sem hann hlúði að uglu sem koma þurfti undir læknishendur á höfuðborgarsvæðinu.

aramotabomban hljodbylgjan

Fjöldi góðra gesta mætti í áramótaþátt Hljóðbylgunnar þar sem tilkynnt var um valið á manni ársins