Nýjast á Local Suðurnes

Norrænir kvikmyndadagar í bíósal Duushúsa

Kvikmyndin Málmhaus er á meðal þess sem sýnt verður

Norrænu félögin á Suðurnesjum, í Garði, Grindavík, Reykjanesbæ og Vogum standa fyrir Norrænum kvikmyndadögum þann 11., 12. og 14. nóvember í bíósal Duushúsa.

Sýndar verða eftirtaldar myndir: Miðvikudaginn 11. nóvember Kl. 17:00 Sænsk mynd; Vi ar bäst (2013) eftir Lukas Moodyson Kl. 19:00 Finnsk mynd; Grump (2014) eftir Dome Karukoski Fimmtudagur 12. nóvember Kl. 17:00 Íslensk mynd; Málmhaus (2013) eftir Ragnar Bragason Kl. 19:00 Norsk mynd; 1001 gram (2014) eftir Bent Hamer. Myndin var framlag Norðmanna til Óskarsverðlauna það ár. Laugardaginn 14. nóvember Kl. 15:00 Dönsk barnamynd; Antboy (2013) eftir Ask Hasselbach Kl. 17:00 Íslensk heimildarmynd; Veðramót (2015) eftir Ásdísi Thoroddsen. Umsjón og val á myndum er í höndum Guðmundar Magnússonar, kvikmyndagerðarmanns hjá Steinboga, kvikmyndagerð. 

Fyrir sýninguna mun Ásdís flytja stutt erindi. Aðgangur er ókeypis, þökk sé styrkjum frá Uppbyggingarsjóði Suðurnesja, Norræna félaginu, Sveitarfélaginu Vogar, Sveitarfélaginu Garði, Reykjanesbæ, Grindavíkurbæ, Nesfiski