Nýjast á Local Suðurnes

Grindvíkingar vilja frest til að taka afstöðu til forkaupsréttar á Óla á Stað

Mynd: Grindavik.net

Bát­ur­inn Óli á Stað GK 99 var sett­ur á sölu í desember síðastliðnum eftir að kröfur um að stærsta fyr­ir­tæki lands­ins sem ger­ir út báta í króa­afla­mark­inu, Stakkavík losi sig við kvóta þar sem fyrirtækið hafi verið með meiri kvóta en lög gera ráð fyr­ir. Grindavíkurbær hafði forkaupsrétt á bátnum en bæj­ar­ráðlagði til að sá fors­kaups­réttur af skip­inu og til­heyr­andi afla­heim­ild­um yrði ekki nýttur. Viðræður standa yfir á milli Stakkavíkur og Loðnuvinnslunnar um sölu á bátnum.

„Að mati bæj­ar­ráðs eru of marg­ir óvissuþætt­ir í mál­inu og áhætta sveit­ar­fé­lags­ins of mik­il. Stakka­vík ehf. hyggst fjár­festa í öðru skipi og afla­heim­ild­um í afla­marks­kerf­inu til að mæta þeirri minnk­un sem sal­an hef­ur í för með sér. Gangi áætlan­ir Stakka­vík­ur eft­ir hef­ur breyt­ing­in ekki af­ger­andi áhrif á at­vinnu­líf og sam­fé­lag í Grinda­vík, og því ekki ástæða til að sveit­ar­fé­lagið grípi inn í viðskipt­in með því að beita for­kaups­rétti,“ seg­ir í fund­ar­gerð.

Bæjarstjórn Grindavíkur tók málið fyrir á fundi sínum þann 26. janúar síðastliðinn í tilefni af svarbréfi lögmanns Loðnuvinnslunnar hf., þar sem áréttaður var sá skilningur Loðnuvinnslunnar að forkaupsréttur Grindavíkurbæjar á Óla á Stað GK-99 sé fallinn niður.

Bæjarstjórn Grindavíkurbæjar áréttaði á þessum fundi sínum að afgreiðslu málsins hafi verið frestað vegna tilkynningar um að fallið hafi verið frá sölutilboðinu. Bæjarstjórn lagði fram eftirfarandi tillögu til lausnar á málinu:

Bæjarstjórn leggur til að bréfinu verði svarað, þar sem Grindavíkurbær krefst þess að þegar lokaniðurstaða liggur fyrir í ágreiningsmáli aðila, fái sveitarfélagið senda tilkynningu þess efnis með sannanlegum hætti, og fái frá þeim tíma fjögurra vikna frest til að taka afstöðu til forkaupsréttins, enda sé um að ræða gildan samning. Telur Grindavíkurbær að slík meðferð málsins væri í samræmi við ákvæði 3. og 4. mgr. 12. gr. laga nr. 116/2006 um stjórn fiskveiða.

Tillagan var samþykkt samhljóða með 6 atkvæðum.