Nýjast á Local Suðurnes

Formlegar viðræður hafnar

Ljósmynd: Reykjanesbær.is / OZZO

Formlegar viðræður eru hafnar milli Framsóknarflokks, Samfylkingar og Beinnar leiðar um meirihlutasamstarf í Reykjanesbæ. Þetta kemur fram á vef RÚV.

Þessir þrír flokkar mynduðu meirihluta í bænum síðasta kjörtímabil. Sá meirihluti styrkti stöðu sína í kosningunum 14. maí og bætti við sig einum manni. Samfylking er með þrjá menn og Framsóknarflokkurinn sömuleiðis í stað tveggja áður. Bein leið fékk einn mann eins og fyrir fjórum árum.