Nýjast á Local Suðurnes

Sjálfstæðisflokkur og Framsókn mynda meirihluta í Suðurnesjabæ

Sjálfstæðisflokkur og óháðra og Framsóknarflokkurinn hafa komist að samkomulagi um samstarf í bæjarstjórn Suðurnesjabæjar á komandi kjörtímabili.

Framsóknarflokkurinn bætti við sig einum fulltrúa í kosningunum og mun verða með tvo fulltrúa í bæjarstjórn á meðan Sjálfstæðisflokkurinn hélt þremur, líkt og á síðasta kjörtímabili.

Sjálfstæðisflokkurinn var í meirihluta á síðasta kjörtímabili með lista Jákvæðs samfélags, en sá listi bauð ekki fram að þessu sinni.