Nýjast á Local Suðurnes

243 stig skoruð þegar Keflavík lagði Snæfell í Dominos-deildinni

Það var mikið álag á körfunum í TM-höllinni í Keflavík í kvöld þegar heimamenn tóku á móti Snæfelli í Dominos-deildinni í körfuknattleik, þá var lítið um fína varnartilburði hjá liðunum, en hvorki fleiri né færri en 243 stig voru skoruð í leiknum sem lauk með sigri heimanna, 131-112.

Valur Orri Valsson átti frábæran leik fyrir Keflvíkinga en hann skoraði 27 stig og gaf 14 stoðsendingar. Jerome Hill sýndi og annaði hver hann er megnugur, hann skoraði 22 stig, tók 11 fráköst og vantaði aðeins tvær stoðsendingar í þrennuna en hann átti 8 stoðsendingar í leiknum.

Tölfræði leiksins er að finna hér.