Nýjast á Local Suðurnes

Reykjanesbraut lokuð vegna bílveltu

Reykjanesbraut er lokuð til Keflavíkur, við Hvassahraun, vegna umferðarslyss, en vöruflutningabifreið valt og þverar veginn.

Búið er að koma upp hjáleið við Hvassahraun. Lögreglan stýrir umferð á vettvangi. Búast má við umferðartöfum. Vegfarendur eru beðnir um að sýna tillitsemi.

Samkvæmt vef RÚV er bílstjóri bifreiðarinnar ekki mikið slasaður.