Mikið álag á starfsfólki barnaverndarnefndar
Posted on 27/01/2020 by Ritstjórn

Mikið álag var á starfsmönnum barnaverndarnefndar Reykjanesbæjar á síðasta ári. Álagið mældist töluvert yfir viðmiðunarmörkum sem Barnaverndarstofa gefur út og er það áhyggjuefni, að mati nefndarinnar sem fór yfir stöðu mála á síðasta fundi sínum.
Auk þess var árið þungt starfsmannalega séð hjá barnavernd Reykjanesbæjar vegna breytinga í starfsmannahópnum og starfsmannaveltu. Það hefur kallað á aukið álag hjá þeim starfsmönnum barnaverndar sem hafa reynslu af barnavernd.
Erfitt hefur verið að ráða starfsmenn með viðeigandi fagmenntun, félagsráðgjafa eða starfsmenn með reynslu í barnavernd, en það er grundvöllur þess að hægt sé að veita faglega þjónustu innan barnaverndar. Stöðugleiki í starfsmannahópnum er einnig mikilvægur til að mæta sem best börnum innan barnaverndar.
Meira frá Suðurnesjum
Tap hjá Keflavík í úrslitum Lengjubikarsins
Bæjarstjórn Reykjanesbæjar skorar á ríkisstjórn og Alþingi – Vilja að Suðurnes njóti sanngirni og stuðnings
Gentle Giants skuldlausir við Reykjaneshöfn – “Óheiðarleiki af verstu sort”
Besta viðskiptahugmyndin fær allt að eina milljón króna
Vilja afdráttarlaus svör frá bæjarfulltrúum varðandi kísilver
Mengun frá eldgosinu yfir Vogum
Alþjóðlegt pílukastmót í Reykjanesbæ – Fjöldi erlendra keppenda taka þátt
Of Monsters and Men koma fram á Iceland Airwaves
easyJet býður ferðir til London á um 7.500 krónur – Bæta við flugleið
Mygla hefur greinst á KEF
Deila:
- Click to share on Facebook (Opens in new window)
- Click to share on Twitter (Opens in new window)
- Click to share on Pinterest (Opens in new window)
- Click to share on Reddit (Opens in new window)
- Click to share on LinkedIn (Opens in new window)
- Click to share on Tumblr (Opens in new window)
- Click to email this to a friend (Opens in new window)
- Click to print (Opens in new window)