Mikið álag á starfsfólki barnaverndarnefndar
Posted on 27/01/2020 by Ritstjórn

Mikið álag var á starfsmönnum barnaverndarnefndar Reykjanesbæjar á síðasta ári. Álagið mældist töluvert yfir viðmiðunarmörkum sem Barnaverndarstofa gefur út og er það áhyggjuefni, að mati nefndarinnar sem fór yfir stöðu mála á síðasta fundi sínum.
Auk þess var árið þungt starfsmannalega séð hjá barnavernd Reykjanesbæjar vegna breytinga í starfsmannahópnum og starfsmannaveltu. Það hefur kallað á aukið álag hjá þeim starfsmönnum barnaverndar sem hafa reynslu af barnavernd.
Erfitt hefur verið að ráða starfsmenn með viðeigandi fagmenntun, félagsráðgjafa eða starfsmenn með reynslu í barnavernd, en það er grundvöllur þess að hægt sé að veita faglega þjónustu innan barnaverndar. Stöðugleiki í starfsmannahópnum er einnig mikilvægur til að mæta sem best börnum innan barnaverndar.
Meira frá Suðurnesjum
Aðstandendur hugi að eldri borgurum
Foreldrafélög leik- og grunnskóla lýsa yfir þungum áhyggjum af mengun
Mikill áhugi á Græna iðngarðinum í Helguvík
Tveggja ára skilorð fyrir fölsuð strætókort
Sérfræðingar funduðu í nótt – Kanna skemmdir á vegum
Funduðu um ástandið á Suðurnesjum: ” Mikilvægt að verkefni af hálfu hins opinbera haldi markvisst áfram”
Kanna viðhorf bæjarbúa til Ljósanæturhátíðar – Reynt að auka þátttöku erlendra íbúa
Snjallmælar sýna of mikla rafmagnsnotkun – Reynslan af mælunum góð í Reykjanesbæ
Keflavík og Njarðvík munu missa frá sér gott fólk og dragast aftur úr samkeppnisliðum
Gul eldgosaviðvörun og útbreiðsla nýrrar kórónaveiru – Þetta er verið að gera á Keflavíkurflugvelli
Deila:
- Click to share on Facebook (Opens in new window)
- Click to share on Twitter (Opens in new window)
- Click to share on Pinterest (Opens in new window)
- Click to share on Reddit (Opens in new window)
- Click to share on LinkedIn (Opens in new window)
- Click to share on Tumblr (Opens in new window)
- Click to email this to a friend (Opens in new window)
- Click to print (Opens in new window)