Nýjast á Local Suðurnes

Mengun frá eldgosinu yfir Vogum

Möguleiki er á að gasmengun frá eldgosinu við Fagradalsfjall dreifist yfir Voga á Vatnsleysuströnd í dag. Þetta kemur fram í daglegum upplýsingapósti lögreglunnar á Suðurnesjum á Facebook.

Þá segir einnig að í hægum vindi, undir 5 metrum á sekúndu geti gas safnast fyrir í dölum á svæðinu við eldgosið.

Í frétt á vef RÚV kemur fram að gasmælir Umhverfisstofnunar í Vogum sé bilaður og eru íbúar hvattir til að fylgjast með mælum sem staðsettir eru á höfuðborgarsvæðinu.